Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2009 | 990 kr. |
Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar
990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2009 | 990 kr. |
Um bókina
EGILL HELGASON: Þannig að þú telur ekki nokkra hættu á því að bankar eins og þinn gætu riðað til falls?
LÁRUS WELDING: Alls ekki.
Eldar loga við Alþingishúsið, taktur búsáhaldabyltingarinnar berst út í vetrarnóttina. „Hvernig lentum við eiginlega hér?“ spyr hnípin þjóð á Austurvelli.
Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar er fyrsta heildaryfirlitið yfir íslenska efnahagshrunið og eftirmál þess – allt frá því að óveðursský lánsfjárkreppu tóku að hrannast upp erlendis og þar til ríkisstjórnin fór frá völdum.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur viðað að sér einstökum heimildum um það sem átti sér stað þessa örlagaríku daga. Í bókinni eru áður óbirtir tölvupóstar, símtöl og minnisblöð sem Guðni fléttar saman af miklum hagleik svo úr verður áhrifamikill og sannfærandi spegill lygilegra atburða á líðandi stundu.
„Þið ráðið ekki dagskránni í mínum húsum!”
Davíð Oddsson við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi í Seðlabankanum.
„Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við það að [Davíð Oddsson] sitji við stjóra og útdeili skensi og skömmum. Þess vegna verður hann að fara.“
Tölvupóstur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Geirs H. Haarde og Össurar Skarphéðinssonar.
„Við munum grípa til frekari aðgerða gegn íslenskum stjórnvöldum eins og þörf krefur til þess að ná fjármunum til baka.“
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
6 umsagnir um Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar
Kristrun Hauksdottir –
„Bók Guðna er áhugaverð og jafnvel spennandi á köflum. Flestir muna eflaust þessa nýliðnu atburði vel, en samantektin setur atburðina í gott samhengi.“
Benedikt Jóhannesson / Vísbending
Kristrun Hauksdottir –
„Ég þakka Guðna Th. Jóhannessyni fyrir að taka þetta efni saman á jafnskömmum tíma og raun ber vitni og gera það á þennan greinargóða hátt. Hann segir sjálfur, að þegar frá líði eigi menn eftir að leggja mat á atburðina frá öðrum sjónarhóli en við getum gert á líðandi stundu. Þegar það verður gert, er hins vegar ekki unnt að ganga fram hjá því, sem segir í Hruninu“
Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra
Kristrun Hauksdottir –
„Maður les bókina á köflum eins og spennusögu, þótt atburðarásin sé að mestu kunn. Guðni hefur verið fundvís á lýsandi heimildir… Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson er greinargóð samantekt á þessu tímabili, auðlæs og lifandi.“
Svanhildur Hólm / fréttamaður
Kristrun Hauksdottir –
„Guðni … hefur unnið afrek með ritun bókarinnar Hrunið. … Vel unnin og gagnmerk samtímaheimild. Bókin slær mikilvægan tón fyrir frekari umfjöllun … Hún er beinlínis skyldulesning.“
Örn Arnarson / Viðskiptablaðið
Kristrun Hauksdottir –
„Guðni stendur fyllilega undir væntingum í þessari nýju bók því hún er skemmtileg og fróðleg aflestrar. … Bók Guðna [er] þörf um þessar mundir.“
Ingi Freyr Vilhjálmsson / DV
Kristrun Hauksdottir –
„Hrunið … er frábærlega niður skipað, sanngjarnt í athugasemdum … og skýrt í öllum atriðum. … Svo ítarlegt sem rit [Guðna] er verður það nú grundvallarrit öllum almenningi um þessa mánuði til að geta fyllt í göt og bætt við nánari skýringum. … Guðni hefur skilað glæsilegu verki og við getum þakkað að þar var réttur maður á réttum stað á réttum tíma.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið