Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hrím
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 338 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 338 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. |
Um bókina
Hrím er ævintýraleg þroskasaga um ástir og örlög á annars konar Íslandi þar sem mannfólk deilir landinu með risavöxnum dýrum og lífsbaráttan er hörð.
Líf Jófríðar og annarra í skaranum hennar stjórnast af árstíðunum. Þau eyða sumrinu í Fellsskógi, haustinu á Húsavík og á veturna, þegar hrímsvelgirnir koma niður af hálendinu, þurfa þau að flýja út á ísinn á Mývatni. Hætturnar leynast við hvert fótmál en allt er samt í föstum skorðum – þar til líf Jófríðar umturnast. Hún þarf ekki bara að velja milli Suðra, myndarlega stráksins í Ljósavatnsskaranum, og æskuvinar síns, Bresa, heldur hvílir ábyrgðin á velferð skarans skyndilega á hennar herðum.
3 umsagnir um Hrím
embla –
„Það er mikilsvert fyrir íslenska bókmenntaflóru að eiga metnaðarfulla rithöfunda, líkt og Hildi Knútsdóttur, sem enn og aftur hefur sent frá sér frábæra ungmennabók.“
Snædis Björnsdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Góð og trúverðug heimssköpun er ein af frumforsendum góðrar fantasíu og í þessari bók tekst Hildi Knútsdóttur svo sannarlega að skapa eftirminnilegan heim.“
Brynhildur Björnsdóttir / Heimildin
embla –
„Þarna er hún búin að skapa einhvern ótrúlegan heim úr þessu svæði. Örnefnin eru öll þarna: Skjálfandafljót, Húsavík, Mývatn og allt þetta en þetta er heimur byggður af hópum af fólki sem hegðar sér eins og amerískir sléttufrumbyggjar.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan