Höfuðlausn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 2.065 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 2.065 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Það er sumarið 1919 og á svipstundu breytist Reykjavík úr þorpi í borg þegar hópur leikara og kvikmyndagerðarmanna kemur til Íslands til þess að filma Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Ólafsson, ungur maður sem rekur sína eigin leigubílastöð, ekur fyrir útlendingana, og verður fyrr en varir yfir sig ástfanginn af aðalleikkonunni.
Ýmsar nafnkunnar persónur verða á vegi Jakobs; Þorsteinn Erlingsson skáld, listmálarinn Muggur, Thor Jensen útgerðarmaður, að ógleymdum Árna Óla blaðamanni og Knut Hamsun.
Skáldsagan Höfuðlausn er öðrum þræði ástarsaga og fyrr en varir eru konurnar í lífi Jakobs ekki ein heldur tvær þegar hann kynnist Ásthildi Björnsdóttur gullsmíðanema. En einmitt þegar Jakob er í þann veginn að höndla hamingjuna tekur tilveran sína stefnu og býr honum og hans nánustu óvænt örlög.
6 umsagnir um Höfuðlausn
Bjarni Guðmarsson –
„Heilmikil örlagasaga … ég sat fastur í söguneti Ólafs og las og las og gat ekki lagt frá mér bókina … hefur Ólafur rétt eina ferðina skapað þarna magnaða sögu sem maður gleymir ekki svo glatt.“
Illugi Jökulsson / Talstöðin
Bjarni Guðmarsson –
„Grípandi frásögn … Ólafur fer geysilega vel með efnið … skemmtilega margþætt verk.“
Gunnþórunn Guðmundsdóttir / bokmenntir.is
Bjarni Guðmarsson –
„Ólafur fléttar saman skáldskap og sögulegum staðreyndum af sinni alkunnu íþrótt.“
Hávar Sigurjónsson / Morgunblaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Áhrifamikil og áhugaverð bók. Ólafur er frábær rithöfundur og honum bregst ekki bogalistin í Höfuðlausn.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er mikið verk og stórbrotið og að minni hyggju er Ólafur Gunnarsson hér í essinu sínu. Ég spái því að Höfuðlausn verði þegar frá líður talin ein af bestu bókum hans.“
Ármann Jakobsson / Kistan.is
Bjarni Guðmarsson –
„Frábær söguleg skáldsaga … skrifuð af fádæma stílgáfu … ævintýraleg … mjög lífleg …“
Jón Yngvi / Kastljós