Hjartsláttur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 200 | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 200 | 1.790 kr. |
Um bókina
Tristan er nýr í bekknum. Íris Sól sér strax eitthvað alveg sérstakt við hann – og það er gagnkvæmt. Er hægt að trúa á ást við fyrstu sýn? Og er nokkuð að marka gamlar sögur um sorgleg örlög sem engin leið er að komast undan?
Hjartsláttur er spennandi unglingasaga um heita ást þar sem samtímaatburðir eru í bakgrunni.
****
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið
„... vel skrifuð og skemmtileg.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
„Sagan er fyrstu persónu frásögn þar sem sögurhetjurnar skiptast á að segja frá. Þannig nær höfundur að koma sjónarmiðum margra persóna til skila og stundum er sagt frá sama atburðinum oftar en einu sinni, eftir því hvaða persóna á í hlut. ... Þessi frásagnarmáti heppnast vel hjá Ragnheiði og verður til þess að lesendur fá að kynnast sjónarmiðum þeirra fullorðnu jafnt sem unglinganna. Hann gerir það líka að verkum að sagan ætti að höfða jafnt til beggja kynja því það er staðreynd að stelpur vilja frekar lesa um stelpur og strákar um stráka.“
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir / bokmenntir.is