Hjarta landsins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 192 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 192 | 3.490 kr. |
Um bókina
Á síðustu árum hefur það orðið æ ljósara að Ísland, einkum hinn eldvirki hluti þess með einstæðu samspili elds og íss, á sér enga hliðstæðu eða jafnoka á jarðríki.
Með nýju hugtaki, ljósmyndaljóðabók, er reynt í 75 sönglögum og ljósmyndum að fanga þá stórkostlegu og fjölbreyttu stemningu sem tengsl þjóðarinnar við náttúru landsins hafa skapað gegnum aldirnar.
Þótt ljóðin standi fyllilega undir sér ein og óstudd og myndirnar séu listaverk hver um sig, skapast órófa heild þegar ljósmyndir og ljóð mætast í þessari eintöku bók.
Lögin voru nær öll sungin og leikin á safndiskinum „Hjarta landsins“ sem kom út árið 2017 með lögum og ljóðum úr smiðju Ómars Ragnarssonar.
Friðþjófur Helgason, helsti samverkamaður Ómars um áratugaskeið, hefur tekið myndirnar í þessari bók af sinni alkunnu list.