Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 135 | 1.690 kr. |
Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta
1.690 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 135 | 1.690 kr. |
Um bókina
Matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Fjölskylduvænir grænmetisréttir fyrir byrjendur og lengra komna.
Grænmetisætum og grænkerum fjölgar stöðugt og allir hafa gott af að borða meira grænmeti. Þeir sem sjá um eldamennsku á heimilum standa þó oft á gati þegar þeir þurfa að reiða fram góðan og næringarríkan mat sem allir geta borðað. Jón Yngvi er listakokkur sem þekkir þetta af eigin raun og hefur nú tekið saman fjölmargar freistandi uppskriftir að ljúffengum grænmetisréttum.
- Bollur og buff
- Kássur og karrí
- Bulsur og bygg
- Fyllt grænmeti
- Pasta
- Brauð og bökur
- Súpur og salöt
- Mauk og sósur
Jón Yngvi Jóhannsson er bókmenntafræðingur og lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sem ástríðufullur heimiliskokkur hefur hann glatt sístækkandi barnahóp, stórfjölskyldu og vini með ótal máltíðum undanfarinn aldarfjórðung.
1 umsögn um Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta
Árni Þór –
„Bók Jóns Yngva er ekki bara full af uppskriftum heldur einnig fróðleik sem hjálpar foreldrum grænmetisætunnar að standa á eigin fótum í fjölbreyttri og gómsætri eldamennsku handa þeim sem kjósa að neita ekki dýraafurða.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan