Herra alheimur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2003 | 287 | 2.065 kr. | ||
Kilja | 2006 | 287 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Herra alheimur
990 kr. – 2.065 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2003 | 287 | 2.065 kr. | ||
Kilja | 2006 | 287 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Hr. Alheimur (2003) eftir verðlaunahöfundinn Hallgrím Helgason er ekta spennutryllir í anda Hollywood-stórmyndanna; hugljúf heimsendasaga fyrir alla fjölskylduna sem skartar heimsfrægum stórstjörnum í hverju hlutverki.
Í Miðju alheimsins situr Guð (Marlon Brando) ásamt útvöldum fulltrúum þeirra 714 mannkynja sem hann hefur skapað. Allt virðist með kyrrum kjörum uns fregnir berast til Miðjunnar að íbúum Jarðarinnar hafi tekist að klóna sjálfa sig – séu farnir að leika Guð.Eftir fund með nánustu aðstoðarmönnum sínum (Woody Allen, Max von Sydow og Arsene Wenger) liggur úrskurður Drottins fyrir: Alger og endanleg útrýming mannkyns Jarðar.
Eina von Jarðarinnar er hinn margendurfæddi herforseti Napóleon Nixon (Anthony Hopkins). Ásamt skylmingaþrælnum Elíban (Mike Tyson) segir hann Skaparanum stríð á hendur og heldur í herför til varnar mannkyni sínu – til bjargar plánetunni Jörð. En hver vinnur stríð gegn Guði?
Herra Alheimur er fimmta skáldsaga Hallgríms, fyndin og frumleg skáldsaga með tilvistarlegum undirtóni, skrifuð í anda stórmynda í Hollywood, þar sem stórstjörnum er skipað í hvert hlutverk.