Heilagur andi og englar vítis
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Heilagur andi og englar vítis
990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
… Vertu ekki svona huglaus maður. Vertu ekki svona mikil bölvuð skræfa, argaði hann til sjálfs sín. Hann var lengi að ná óþjálu lokinu af brúsanum og blóðið lagaði úr fleiðrinu á hnúunum. Loks var lokið laust og hann skvetti aumingjalegum gusunum á buxurnar sínar og meirihlutinn fór á gólfið. Hann lyfti dunknum upp og hellti frussandi bensíni yfir hausinn á sér. Hann var blindaður af bensíni og saup af því hveljur og fékk bensín upp í nefið og ofan í kok. Hann hélt samt áfram að hella … Hann virti fyrir sér mannfjöldann. Það var haus við haus upp allar götu og yfir gjörvallan Arnarhól.
Heilagur andi og englar vítis er gleðisaga um björgun jarðarinnar. Hún er fjórða skáldsaga Ólafs Gunnarssonar og kom upphaflega út hjá Forlaginu árið 1986.