Hefnd grasflatarinnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 208 | 3.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 208 | 3.990 kr. |
Um bókina
Hefnd grasflatarinnar er smásagnasafn eftir bandaríska höfundinn Richard Brautigan í íslenskri þýðingu Þórðar Sævars Jónssonar.
Í 62 örsögum bregður höfundur upp hverfulum svipmyndum af furðulegum raunveruleika. Textinn er í senn ljóðrænn, fjarstæðukenndur, frumlegur, harmrænn og ómótstæðilega fyndinn. Óhætt er að segja að fá skáld standi Brautigan snúning hvað myndvísi og myndlíkingar varðar en hann sá póesíu og fegurð á stöðum sem fæstir veita nokkra eftirtekt.
Richard Brautigan fæddist árið 1935 í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Hann gaf út sínar fyrstu ljóðabækur upp úr tvítugu og eftir hann liggja tíu skáldsögur, jafnmargar ljóðabækur og tvö smásagnasöfn. Segja má að Brautigan hafi skotist upp á stjörnuhimininn með skáldsögunni Silungsveiði í Ameríku sem kom út árið 1967, þegar blómabyltingin stóð sem hæst. Hefnd grasflatarinnar kom út stuttu síðar, árið 1971, og er talið eitt merkasta smásagnasafn sem komið hefur út á enskri tungu. Brautigan stytti sér aldur á heimili sínu í Kaliforníu haustið 1984, fjörtíu og níu ára að aldri.
Þórður Sævar Jónsson hefur birt ljóð í Stínu og Tímariti Máls og menningar og gaf út sína fyrstu ljóðabók, Blágil, í flokki Meðgönguljóða árið 2015. Þýðing Þórðar úr grísku á bókinni Sönn saga – lygasaga eftir Lúkíanos frá Samósata kom út hjá Tunglinu árið 2016. Þórður Sævar hefur verið einn af yfirritstjórum seríu Meðgönguljóða frá árinu 2016.
1 umsögn um Hefnd grasflatarinnar
Elín Pálsdóttir –
„Þessi bók átti sinn þátt í að breyta hugmyndum manna um hvað smásaga væri – eða gæti verið.“
Gyrðir Elíasson