Grágás

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2001 567 7.790 kr.
spinner

Grágás

Útgefandi : MM

7.790 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2001 567 7.790 kr.
spinner

Um bókina

Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins, lýsir stjórnarháttum Íslendinga og daglegu lífi frá landnámi til ofanverðrar 13.aldar. Lögþættirnir eru mikilvæg heimild um aldarfar, atvinnuhætti og heimilishagi á fyrstu öldum íslandsbyggðar, og eru eitt undirstöðurita íslenskrar réttarsögu. Grágás er ómetanleg til skilnings á íslenska þjóðveldinu og hinum sígildu bókmenntum okkar.

Lög voru eitt það fyrsta sem fært var á bókfell á íslenska tungu. Ari fróði segir að Vígslóði, einn af helstu þáttum Grágásarsafnsins, hafi verið ritaður veturnin 1117-18, en áður voru lögin sögð upp á alþingi. Hinn svipmikli texti Grágásar ber þessum fortu rótum vitni.

Hér í fyrstu prentútgáfu Grágásar á Íslandi  er texti aðalhandritanna tveggja frá 13. öld felldur saman svo að lagasafnið myndar eina heild. Grágásarsafninu fylgir inngangur um aldur þess og sögu, skýringarmyndir til glöggvunar um ýmsa samfélagsþætti að fornu, og ítarleg atriðisorðaskrá sem greiðir för um hina fornu lagabálka. Textinn er gefinn út með nútímastafsetningu og eru orðskýringar neðanmáls.

Tengdar bækur