Gleðilega fæðingu – vellíðan, valkostir og verkjastilling í fæðingu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 134 | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 1.490 kr. |
Gleðilega fæðingu – vellíðan, valkostir og verkjastilling í fæðingu
1.490 kr. – 2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 134 | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 1.490 kr. |
Um bókina
Gleðilega fæðingu er bók þar sem hulunni er svipt af leyndardómum fæðingarstofunnar og gagnast jafnt verðandi foreldrum og öllu áhugafólki um fæðingar.
Rannsóknir sýna að allur fæðingarundirbúningur styrkir verðandi móður, dregur úr kvíða og eykur líkur á jákvæðri upplifun af fæðingunni. Hér er fjallað um aðdraganda fæðingar, valkosti þegar kemur að fæðingarstöðum og verðandi foreldrum gefin góð ráð til að þeir geti notið til fullnustu þess kraftaverks sem fæðingin er.
Eftir fæðingu dóttur sinnar birti Þorbjörg Marinósdóttir pistil um ólík viðhorf til mænurótardeyfingar sem vakti gríðarmikla athygli. Þessa bók skrifar hún ásamt Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbirni Þorsteinssyni svæfingalækni. Fjallað er ítarlega um ólíkar leiðir til að lina fæðingarverki, ekki síst mænurótardeyfingu sem leitast er við að gefa glögga mynd af út frá nýjustu rannsóknum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 35 mínútur að lengd. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les.
3 umsagnir um Gleðilega fæðingu – vellíðan, valkostir og verkjastilling í fæðingu
Elín Pálsdóttir –
„Þessi bók er fjársjóður upplýsinga. Að fara af stað í fæðingu með þessa vitneskju er í senn valdeflandi og ótrúlega dýrmætt.“
Þóra Sigurðardóttir, höfundur Foreldrahandbókarinnar
Elín Pálsdóttir –
„Þarft rit og mjög upplýsandi. Ég vildi að ég hefði fengið svona upplýsingar fyrir fæðingarnar mínar.“
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur
Elín Pálsdóttir –
„Vel skrifuð og aðgengileg bók sem útskýrir á mannamáli allar tegundir fæðinga og leiðir til verkjastillingar. Ég mæli heils hugar með henni fyrir alla verðandi foreldra.“
Ingunn Jónsdóttir, læknir hjá IVF-klíníkinni