Garðurinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 2.790 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 2.790 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. |
Um bókina
Eyju bregður þegar hún lítur út um gluggann á nýju íbúðinni og sér að hinum megin við götuna breiðir gríðarmikill kirkjugarður úr sér, fullur af legsteinum og krossum. Þvílíkir nágrannar! Þó verður ástandið fyrst svart þegar pabbi hennar kaupir brúna leðurstólinn í antíkbúðinni niðri í bæ. Foreldrum hennar finnst hann algert æði en Eyja finnur strax að stólnum fylgir eitthvað sem er óvelkomið inn á heimilið – eitthvað vont. Í nýja skólanum kynnist Eyja skemmtilegum stelpum en allra bestur er Sölvi – strákurinn sem er kannski vinur og kannski kærasti og kannski í 10. bekk.
Garðurinn var valin besta barnabók ársins 2008 af starfsfólki bókaverslana og hlaut barna-og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins árið 2010.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 33 mínútur að lengd. Höfundur les.
4 umsagnir um Garðurinn
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Besta barnabókin hennar. Þetta er spennandi og falleg barna- og unglingabók. Ég táraðist í lokin. Þetta söguefni hitti mig í hjartastað. það er ákveðinn léttleiki í stílnum, þetta er áreynslulaust. Þetta er ofboðslega flott saga og kemur mjög á óvart … Mér finnst hún gera þetta frábærlega.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Æði!“
Gurrí Haraldsdóttir / gurrihar.blog.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Garðurinn er skemmtileg og áhugaverð saga fyrir stálpaða krakka og unglinga, hún heldur manni vel við efnið á meðan lestrinum stendur en situr einnig í huganum að honum loknum og vekur forvitni um tíma sem geta virst okkur fjarri, en koma ef til vill aftur upp í hugann núna á nýjum krepputíma í sögu þjóðarinnar, þótt af allt öðrum toga sé.“
Kristín Viðarsdóttir / Bokmenntir.is