Fyrirfundnir fémunir í Vestmannaeyjum á fjórða áratug 19. aldar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 267 | 2.790 kr. |
Fyrirfundnir fémunir í Vestmannaeyjum á fjórða áratug 19. aldar
2.790 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 267 | 2.790 kr. |
Um bókina
Vinnumaður dæmdur fyrir morð, blindur og bláfátækur tólf barna faðir, þrotbjarga dóttir sýslumanns, brjóstveik fyrrverandi ljósmóðir, vinnukona sem lést eftir fæðingu óskilgetinnar dóttur, danskur sjómaður og annar norskur sem drukknuðu með þremur íslenskum, auðugur verslunarstjóri, bjargálna bændur og stöndugar ekkjur, að ógleymdum fyrrverandi hreppstjóra sem óttaðist eiginkonu sína, með meiru.
Í þessari bók birtast skrár yfir eftirlátnar eigur sautján kvenna og nokkru fleiri karla sem létust í Vestmannaeyjum á fjórða áratug 19. aldar, þar á meðal fatnað, bækur og verkfæri. Hópurinn er fjölbreyttur þótt samfélagið hafi ekki boðið upp á mikil tækifæri.
Við lesturinn myndast tilfinning fyrir brauðstriti fólks á örðugum tímum, ríflega hálfri öld áður en uppgangur atvinnulífs hófst fyrir alvöru. Í inngangi er gerð grein fyrir aðstæðum í Eyjum á þessum árum og varðveisla heimilda útskýrð.