Fyrir kvölddyrum

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.635 kr.
spinner

Fyrir kvölddyrum

Útgefandi : MM

2.635 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.635 kr.
spinner

Um bókina

Hannes Pétursson er löngu viðurkenndur sem eitt helsta skáld 20. aldar. Allt frá því hann sendi frá sér Kvæðabók árið 1955, aðeins 23 ára að aldri, hefur þjóðin tekið skáldskap hans fagnandi. Fá skáld yrkja af jafn miklum hagleik og öryggi, bæði undir hefðbundnum háttum sem og í frjálsara formi, og bragleikni Hannesar helst í hendur við einstaka myndvísi. Hannes yrkir um mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, en ekki síst eru það yrkisefni tengd náttúru og sögu Íslands sem hafa gert hann ástsælan með þjóðinni.

Fyrir kvölddyrum kom út 2006, en næsta ljóðabók Hannesar á undan henni, Eldhylur (1993), færði honum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Og Fyrir kvölddyrum var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2006.

Hannes Pétursson er eitt helsta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld og sannkallað þjóðskáld. Ljóðabók frá hans hendi er tvímælalaust bókmenntaviðburður.

Tengdar bækur