Framtíðarmúsík

Útgefandi: Háskólaútgáfan
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2018 250 3.990 kr.
spinner

Framtíðarmúsík

Útgefandi : Háskólaútgáfan

3.990 kr.

Framtíðarmúsík
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2018 250 3.990 kr.
spinner

Um bókina

Síðastliðna tvo áratugi hefur mikil gerjun og endurnýjun átt sér stað á sviði tónlistarmenntunar. Nýjar aðferðir og ný viðmið hafa rutt sér til rúms í tónlistar- og tónmenntakennslu og tónlistarskólar leita eftir auknu samstarfi við skóla á ólíkum stigum.

Í bókinni Framtíðarmúsík eru tólf greinar sem byggðar eru á nýjum rannsóknum og þróunarverkefnum tengdum tónlistarmenntun og tónlistarmiðlun. Bakgrunnur höfunda er margvíslegur auk þess sem þeir starfa á ýmsum sviðum tónlistarmenntunar. Þeir eru tónmenntakennarar í grunnskóla, hljóðfærakennarar við tónlistarskóla og kennarar við Listaháskóla Íslands. Þannig eru greinahöfundar ekki einungis fulltrúar ólíkra skólaforma heldur einnig mismunandi skólastiga.

Bókin er gefin út á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, sem starfar undir hatti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Fullyrða má að hún sé fyrsta bókin sem gefin er út á íslensku um náms- og kennsluhætti í tónlistarnámi og fengur fyrir alla sem áhuga hafa á tónlistarmenntun á Íslandi.

Ritstjóri er Kristín Valsdóttir og meðritstjórar eru Ingimar Ó. Waage og Þorbjörg Daphne Hall.

Tengdar bækur