Fórnarleikar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 216 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 216 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 490 kr. |
Um bókina
Reisti hjólið við og þeysti af stað, stund frelsisins lokið og kæmi ef til vill ekki aftur. Ekki aftur sól, jörð og samhljómur við hana. Gola straukst við vangann. Hann var á leið til endurtekningarinnar, til þess sem hann var bundinn af og varð að gera á hverjum degi. Var á leiðinni heim. Framundan helber óvissan.
Magni býr sig undir að skrifa skáldsögu út frá efni sem fannst á rykföllnum segulbandsspólum uppi á háalofti. Þetta eru sögur af fólkinu hans: heildsalasyninum sem fékk ástríðu fyrir hjólreiðum, móður hans sem stýrði öllu með harðri hendi, ungu konunni sem fór út í lönd til að finna ástina og öllum hinum. En heimurinn hættir ekki að snúast þótt Magni sé með höfuðið í fortíðinni. Enn er ást. Enn er líf.
Álfrún Gunnlaugsdóttir segir hér sögu fimm kynslóða og sýnir á áhrifaríkan hátt hvernig ákvarðanir jafnt sem tilviljanir lita samskipti hjóna og sambönd foreldra og barna. Álfrún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín. Fórnarleikar er sjöunda skáldsaga hennar.
Sagnaheimur Álfrúnar er umfangsmikill og víður, sögur hennar eru evrópskar í besta skilningi þess orðs. Álfrún nýtir sér á skapandi hátt þekkingu sína á ólíkum bókmenntaformum og krefst mikils af lesendum sínum. En verkin launa líka vel góðum lesanda.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 20 mínútur að lengd. Stefán Jónsson les.
5 umsagnir um Fórnarleikar
Árni Þór –
„Álfrún er sögumaður af guðs náð … ákaflega spennandi og ófyrirsjáanleg saga, dramatísk en skemmtileg í senn.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Álfrún Gunnlaugsdóttir, einn af okkar fremstu rithöfundum, sendir frá sér magnaða fjölskyldusögu … breið, epísk ættarsaga … bók þrungin djúpri visku, yfir henni svífur einhvers konar æðruleysi gagnvart örlögunum og boðskapur sögunnar á erindi við okkur öll sem lesendur og manneskjur.“°
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið
Árni Þór –
„Þrátt fyrir að Fórnarleikar segi breiða sögu heillar fjölskyldu, er form hennar knappt og sagan tiltölulega stutt. Hér er ekki verið að teygja lopann, heldur kemur höfundur sér beint að efninu og vandar afar vel til verka.“
Vera Knútsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„Rosalega þétt … mjög lærður höfundur … Sterkt verk.“
Egill Helgason / Kiljan
Árni Þór –
„Þetta er bók um það hvernig þú bregst við lífinu … Funheitur höfundur hún Álfrún. Það er nautn að lesa þessa bók alveg út í gegn.“
Eiríkur Guðmundsson / Kiljan