Fórnargjöf Móloks: Rebecka Martinsson #5
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 410 | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 490 kr. |
Fórnargjöf Móloks: Rebecka Martinsson #5
490 kr. – 2.690 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 410 | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 490 kr. |
Um bókina
Í skóglendi í grennd við Kiruna er björn felldur vegna þess að hann hefur drepið hund. En í maga bjarnarins finnst fleira: handarbein úr manni! Nokkru síðar er kona stungin til bana á heimili sínu og í ljós kemur að ýmsir ættingjar hennar hafa látist á voveiflegan hátt. Sá eini sem eftir lifir er sjö ára gamall sonarsonur hennar.
Rebecka Martinsson stýrir morðrannsókninni en þegar henni er vísað frá málinu reynir hún upp á sitt eindæmi að finna vísbendingu um tengsl milli þessara grunsamlegu atburða … áður en fleiri falla í valinn.
Fórnargjöf Móloks er fimmta bókin um lögfræðinginn Rebecku Martinsson sem enn starfar á heimaslóðum sínum í Kiruna í stað þess að stefna að glæstum starfsframa í Stokkhólmi. Åsa Larsson hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast sænsku glæpasagnaverðlaunin fyrir þessa bók.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
3 umsagnir um Fórnargjöf Móloks: Rebecka Martinsson #5
Kristrun Hauksdottir –
„Um er að ræða hörkuspennandi, góða og manneskjulega sögu sem fjallar um vont fólk og ómanneskjulega glæpi – en líka um góða fólkið, ástina og umhyggjuna … Þetta er án efa ein af bestu glæpasögum sem ég hef lesið í nokkur ár.“
Helga Birgisdóttir / Spássían
Kristrun Hauksdottir –
„… einn helsti sumarsmellur ársins. Frábær krimmi. Sagan er spennandi, uppbyggingin góð, persónulýsingar frábærar og endalokin óvænt. Flott uppskrift, mikill hraði og góð útkoma.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið
Kristrun Hauksdottir –
„… frábær lesning; vel skrifuð, persónur sannfærandi, á köflum átakanleg en á öðrum köflum drepfyndin, mannleg og hlý en jafnframt hvöss þjóðfélagsádeila og að lestri loknum getur maður varla beðið eftir að komast yfir fleiri bækur þessa frábæra höfundar … Óvenjuvel skrifaður krimmi sem hrífur lesandann með sér inn í framandi heim sem um leið er óþægilega kunnuglegur.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið