Flugan sem stöðvaði stríðið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 108 | 3.390 kr. |
Flugan sem stöðvaði stríðið
3.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 108 | 3.390 kr. |
Um bókina
Flugan sem stöðvaði stríðið er óvenjuleg saga, bráðfyndin og alvarleg í senn, um flugur, fólk og stríð. Bókin fjallar um Kolkex, Hermann Súkker og Fluguna sem eru ósköp venjulegar húsflugur. Svona flugur sem fáir taka eftir og gera sjaldnast neitt merkilegt. Þar til daginn sem þær ákveða að flýja að heiman út af nýja rafmagnsflugnaspaðanum og leita uppi munkana góðu í Nepal sem aldrei gera flugu mein. Þá fer af stað atburðarrás sem leiðir til þess að stríð hættir og fluga kemst á forsíðu blaðanna.
Flugan sem stöðvaði stríðið var valin úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. Að mati dómnefndar er þetta merkileg saga sem tvinnar saman mikilvægan boðskap og dillandi skemmtilega frásögn. Söguhetjurnar eru óvenjulegar og veita lesendum nýja sýn á hversdagslega hluti.
Þórarinn Már Baldursson myndskreytti bókina.
5 umsagnir um Flugan sem stöðvaði stríðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Bók með fallegan boðskap … Svona bók gæti auðveldlega orðið afskaplega væmin en saga flugnanna er það aldrei. Til þess er sjónarhornið of óvenjulegt og frásögnin sjálf of skondin.“
Helga Birgisdóttir / Spássían
Elín Edda Pálsdóttir –
„Bókin er mjög skemmtilega skrifuð og á góðu og lipru máli. Bryndísi tekst að fjalla um háalvarlegt efni, stríð, og koma friðarboðskap til skila án þess að nota neinn predikunartón … heldur notast við ímyndunarafl og húmor á skemmtilegan hátt. … Bókin er fallega myndskreytt af Þórarni M. Baldurssyni með einfaldri teikningu við upphaf hvers kafla.“
Eyja M. Brynjarsdóttir / Druslubækur og doðrantar
Elín Edda Pálsdóttir –
„Skemmtileg og hugmyndarík saga með óvenjulegu sjónarhorni …“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn
Elín Edda Pálsdóttir –
„Bókin er skemmtileg, frumleg og vel skrifuð … Bryndís skrifar skemmtilegan texta sem bæði börn og fullorðnir ættu að hafa gaman af og fullvíst að allir lesendur bókarinnar láta vera að kremja til bana næstu húsflugu sem kíkir í heimsókn.“
Birta Björnsdóttir / Morgunblaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Höfundi liggur mikið á hjarta og kemur því ágætlega á framfæri í þessari litlu og vel meinandi sögu. Textinn er á heildina ágætlega skrifaður, nær að kalla fram einstaka bros þótt undirtónninn sé alvarlegur, stríð með öllum sínum ljótu birtingarmyndum, og inn á milli skemmtilega ljóðrænar myndlíkingar.“
Roald Eyvindarson / Fréttablaðið