Fjallið sem yppti öxlum: maður og náttúra
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 240 | 5.890 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Fjallið sem yppti öxlum: maður og náttúra
990 kr. – 5.890 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 240 | 5.890 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Getur maður átt samleið með fjöllum og hraunbreiðum? Myndað náið samband við atburði í jarðsögunni? Fjallið sem yppti öxlum fjallar á nýstárlegan hátt um „jarðsambönd“ fólks sem ekki eru síður mikilvæg en tengsl þess við samborgara sína. Höfundur segir frá bernsku sinni í nábýli við iðandi eldfjöll, mannlegu drama andspænis náttúruvá og þeim ógnum sem steðja að lífríki jarðar. Glíma manna við jarðelda, ekki síst í Heimaeyjargosinu árið 1973, opnar honum óvenjulega sýn inn í vanda jarðarbúa á svokallaðri mannöld sem einkennist af skaðlegum og oft óafturkræfum áhrifum manna á bólstaði sína og jörðina sjálfa.
Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám við Manchesterháskóla og lauk þaðan doktorsprófi árið 1982. Meðal bóka hans eru ævisögurnar Frægð og firnindi: Ævi Vilhjálms Stefánssonar og Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem báðar hafa verið þýddar á ensku. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningu fyrir rit sín og rannsóknir.
3 umsagnir um Fjallið sem yppti öxlum: maður og náttúra
Árni Þór –
„Óvenjulegur og heillandi texti sem erfitt er að slíta sig frá – frábær lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á mannlífi og náttúru Íslands.“
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur
Árni Þór –
„Í þessari fallegu bók eru mannvísindin í jarðsambandi og undir öllu bærist ljóðrænn strengur. Gísli Pálsson lýsir því hvernig eldfjöllin þrýsta sér inn í vitund okkar og líf, á meðan við ýtum á móti, fullviss um að við getum beygt náttúruna undir okkar vilja.“
Guðni Elísson, bókmenntafræðingur
Árni Þór –
„Tímamótaverk sem fléttar saman ferskum fræðastraumum og persónulegum endurminningum.“
Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur