Félagsfræði 2 – Kenningar og samfélag
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 373 | 6.290 kr. |
Félagsfræði 2 – Kenningar og samfélag
6.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 373 | 6.290 kr. |
Um bókina
Félagsfræði 2 – kenningar og samfélag er kennslubók ætluð fyrir áfangann FÉL 203 og er í bókinni fjallað um allt það efni sem námskrá menntamálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að fjallað sé um í þessum áfanga. Bókin kom fyrst út árið 2000 og hefur nú verið endurskoðuð rækilega, ýmsu nýju efni bætt við og eldra fellt burt og upplýsingar uppfærðar.
Bókin skiptist í sjö kafla:
· Félagsfræði, sjónarhorn og aðferðir
· Félagsfræðilegar kenningar
· Samskipti
· Frávik og afbrot
· Félagsleg lagskipting
· Kynhlutverk
Öll umfjöllun er mjög rækileg og einstök atriði og helstu kenningasmiðir eru tekin fyrir í sérstökum rammagreinum til aðgreiningar frá megintextanum. Íslenskar rannsóknir, fræðimenn og dæmi skipa veglegan sess í bókinni. Fjölmargar myndir, kort og töflur skýra efnið enn frekar. Í lok hvers kafla er samantekt efnisins, listi yfir orð og hugtök og verkefni.
Höfundur bókarinnar, Garðar Gíslason félagsfræðingur, er kennari við Menntaskólann í Kópavogi.