Feigð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 521 | 3.100 kr. | ||
Kilja | 2012 | 521 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2011 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 521 | 3.100 kr. | ||
Kilja | 2012 | 521 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2011 | 990 kr. |
Um bókina
Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson situr í ómerktum bíl fyrir utan Litla-Hraun og bíður. Hann er heljarmenni að burðum, einrænn og skyggn, og feigðin kallar að honum úr öllum áttum – hann hefur komist af úr sjávarháska og hinu mannskæða snjóflóði á Súðavík og á hverjum degi berst hann við fortíðardrauga. En hann vill gera heiminn örlítið bærilegri, hvað sem það kostar. Rammgert fangelsishliðið opnast og út gengur óvinurinn, dópsalinn, steratröllið og undirheimahrottinn Símon Örn Rekoja. Það stefnir í æsispennandi uppgjör milli þeirra þar sem átökin berast milli Reykjavíkur og Vestfjarða.
Feigð er kynngimögnuð saga, full af krafti, kynjum og taugatrekkjandi spennu. Þetta er tíunda skáldsaga Stefáns Mána sem áður hefur sent frá sér meistaraverk á borð við Svartur á leik og Skipið. Ískaldar spennusögur Stefáns Mána hafa vakið athygli erlendis og hafa verið gefnar út á nokkrum tungumálum.