Fátækt fólk

Útgefandi: Forlagið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 378 3.490 kr.
spinner
Rafbók 2021 1.490 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2018 App 2.590 kr.
spinner
Geisladiskur 2016 Mp3 3.890 kr.
spinner

Fátækt fólk

Útgefandi : Forlagið

1.490 kr.3.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 378 3.490 kr.
spinner
Rafbók 2021 1.490 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2018 App 2.590 kr.
spinner
Geisladiskur 2016 Mp3 3.890 kr.
spinner

Um bókina

Fátækt fólk, fyrsta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns, vakti mikla athygli og umtal þegar bókin kom út árið 1976 – fyrir fádæma orðsnilld, persónusköpun og stíl en þó fyrst og fremst fyrir þá sögu sem þar var sögð.  Söguna af fátæku fólki á Íslandi fyrir tíma almannatrygginga; þegar hægt var að taka björgina frá barnmörgu heimili vegna þess að kaupmaðurinn þurfti að fá sitt; þegar litlum börnum var þrælað út í vist hjá vandalausum; þegar sjálfsagt þótti að senda hungrað barn gangandi tvær dagleiðir í vondu veðri til að reyna að fá úttekt í versluninni.

Frásögn Tryggva af uppvexti sínum, móðurmissi og vondum vistum snemma á síðustu öld hefur engu glatað af styrk sínum og töfrum og á ef til vill ennþá brýnna erindi við okkur nú en þegar hún kom fyrst út.

Þorleifur Hauksson hafði umsjón með útgáfunni og ritaði formála.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 11 klukkustundir að lengd. Þórarinn Friðjónsson les.

Tengdar bækur