Fardagar - þankar um hringleið - er sjöunda ljóðabók Ara Trausta sem hefur einnig sent frá sér fjölda af fræðiritum og skáldsögum. Þessi nýjasta bók Ara Trausta tengist annarri bók hans sem út kemur í sumarbyrjun en í eftirmála segir höfundur: Árið 2014 samdi ég um 120 ljóð á ensku til þess að vinnu úr efni í bók um Ísland. Hún liggur fyrir í sumarbyrjun 2015 og heitir Primordial Landscapes: Iceland Revealed . Hvert ensku ljóðanna á beinlínis við ljósmynd eftir bandaríska ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Feodor Pitcairn frá Bryn Athyn, skammt frá Fíladelfíu. Haustið 2014 og fram eftir vetri 2015 vann ég um fimmtíu ljóð í þessa bók upp úr þeim ensku án þess þó að þýða enska texta beint yfir á íslensku, nema í sumum tilvikum. Þess utan tengdi ég ekki hvert ljóð við mynd Feos heldur reyndi að ímynda mér einhvern stað á leið kringum landið sem ljóðið gæti átt við.