Fangi himinsins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | ||
Kilja | 2014 | 284 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | ||
Kilja | 2014 | 284 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 490 kr. |
Um bókina
Carlos Ruiz Zafón töfrar fram margslungið völundarhús ástar, bókmennta, ástríðu og hefndar í þriðju bókinni úr sagnaheimi Kirkjugarðs gleymdu bókanna.
Barcelona, seint á sjötta áratugnum. Daníel Sempere er kvæntur hinni fögru Beu og afgreiðir í fornbókabúð föður síns en veltan er treg. Spánn þjáist undir einræðisstjórn Francos sem varpar dökkum skugga á allt líf í landinu. Daníel ætti að gleðjast þegar ókunnugur maður falast eftir sjaldgæfu og fokdýru eintaki af Greifanum af Monte Cristo en honum líst illa á kveðjuna sem hann skrifar inn í bókina til félaga þeirra feðga: „Handa Fermín Romero de Torres, sem sneri aftur frá þeim dauðu og er með lykilinn að framtíðinni.“
Hver er þessi maður og hvað vill hann Fermín? Svarið leynist í ævisögu Fermíns, viðburðaríkri sögu um fangavist, svik, morð og ævintýralegan flótta.
Fangi himinsins er þriðja bókin úr sagnaheimi Carlosar Ruiz Zafón um Kirkjugarð gleymdu bókanna en sú fyrsta var hin heillandi og geysivinsæla Skuggi vindsins.
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 21 mínútur að lengd. Ólafur Egilsson les.
2 umsagnir um Fangi himinsins
gudnord –
„ …Zafón hefur tekist að búa til heillandi heim spennu og svika, ógnar og illsku, hugdirfsku og göfgi, leyndardóma og ráðgáta … Sagan er skemmtilega fléttuð og Ruiz Zafón er mikill sögumaður…“
Karl Blöndal / Morgunblaðið
gudnord –
„Eins og lesendur Zafóns þekkja úr fyrri bókum er sagan listilega skrifuð og spennandi og hætt við svefnlausri nótt eftir að lesturinn hefst. Ekki spillir vel og fallega unnin þýðing Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur fyrir lestrarnautninni og lesandinn smjattar á nánast hverju orði. Skyldulestur fyrir bókaunnendur.“
FSB / Fréttablaðið