Ertu viss?
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2010 | 209 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2010 | 209 | 3.390 kr. |
Um bókina
Hvað er það sem við köllum sjálfsögð sannindi?
Hvernig verða ranghugmyndir til og hvað heldur í þeim lífinu?
Er brjóstvitið eitt og einhlítt?
Eftir hvaða reglum hugsar fólk og ályktar um aðra?
Bókin Ertu viss? fjallar um skynsemi og skynsemisbresti í okkar daglega lífi. Hér er brugðið ljósi á ranghugmyndir af ýmsu tagi og eru niðurstöðurnar notaðar til að skoða vafasamar hugmyndir fólks um smáskammta-, náttúru- og huglækningar auk svonefndra dulsálar-fræðilegra fyrirbæra. Loks er rætt hvernig við getum bætt mat okkar á upplýsingum. Bókin er rækileg, skipuleg og skemmtileg með ótal dæmum um „vitneskju“ sem við könnumst öll við.
Höfundur bókarinnar er Thomas Gilovich, prófessor í sálfræði við Cornellháskóla í New York ríki í Bandaríkjunum. Hann er afkastamikill fræðimaður og hefur skrifað fjölda vinsælla rita. Ertu viss? kom fyrst út 1995 í þýðingu Sigurðar J. Grétarssonar sálfræðiprófessors og er nú endurprentuð vegna mikillar eftirspurnar.