Englaljóð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 70 | 3.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 70 | 3.090 kr. |
Um bókina
“Kristjáni Hreinssyni var í æsku kennt að trúa á engla. Þessi trú féll vel að hugmyndum hans um heiminn og hefur hann leyft henni að fylgja sér æ síðan. Hans fólk talaði um engla sem einhverskonar verndara, skjólgjafa eða ljósbera. Höfundi fannst alltaf eitthvað heillandi við þá hugmynd að til væru – svo gott sem – ósýnilegar verur sem sinna því að hjálpa þeim sem leita eftir hjálpar. Það er þannig engin tilviljun að englar hafi ratað í ljóð Kristjáns Hreinssonar.
Hugmyndum um engla fylgir ávallt fögur hugsun, einlægni, kærleikur og öll hin yndislegustu gildi. Þeir hlúa að ungviði, eru ljós yfir börnum, styrkja okkur í sorg, þeir fagna með okkur, þeir vísa okkur veginn. Þeir sýna okkur samúð og styðja okkur hvern þann spöl sem við förum. Þeir veita okkur líkn og vaka þegar augu okkar lokast.”