Elsku sólir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Kilja | 2022 | 263 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Kilja | 2022 | 263 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 2.990 kr. |
Um bókina
Þegar Sunna og Ársól fá bréf frá móður sinni sem segist vera við dauðans dyr á Spáni bregðast þær ólíkt við; Ársól vill drífa sig út en Sunna fyllist tortryggni. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Þó verður úr að systurnar og Barbara, gömul vinkona móðurinnar, drífa sig til Andalúsíu. Það sem þar tekur við kemur öllum jafnmikið á óvart og smám saman átta þær sig á að nýir vinir skipta mun meira máli en gamlar syndir.
Ása Marin hefur áður skrifað skáldsögurnar Yfir hálfan hnöttinn og Vegur vindsins sem báðar segja frá óvæntum ævintýrum á framandi slóðum. Í Elsku sólir er þremur ólíkum konum fylgt um heillandi náttúru og líflegar borgir svo lesanda finnst hann sjálfur vera þar í glampandi sól með sangríu í glasi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 27 mínútur að lengd. Elín Gunnarsdóttir les.