Ekkjufell og ekkjufellsmenn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 2.590 kr. |
Ekkjufell og ekkjufellsmenn
2.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 2.590 kr. |
Um bókina
Ekkjufell er höfuðból að fornu og nýju. Landið liggur á miðju Fljótsdalshéraði, norðan Fljóts, og liggja vegir til allra átta. Í bókinni er gerð grein fyrir legu landsins og staðháttum auk þess sem lýst er hvernig samgöngur í upphafi 20. aldar höfðu áhrif á þróun mála. Þá er sagt frá fornminjum og þjóðsögum sem tengjast svæðinu.
Greint er frá búsetu á Ekkjufelli og í Ekkjufellsseli eftir því sem heimildir hrökkva til. Sama ættin hefur lengi setið á Ekkjufelli. Nokkuð slitrótt frá 1674, en samfellt frá 1857 en þá hófu þar búskap Björn Sæmundsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. Í lokakafla eru niðjar þeirra taldir. Indriði Gíslason er aðalhöfundur verksins en ritstjórar niðjatals eru þau Hrafnkell A. Jónsson og Solveig Brynja Grétarsdóttir.