Ekki þessi týpa

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Hljóðbók - streymi 2021 App 1.490 kr.
spinner
Rafbók 2013 990 kr.
spinner
Kilja 2013 351 990 kr.
spinner

Ekki þessi týpa

Útgefandi : JPV

990 kr.1.490 kr.

Ekki þessi týpa
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Hljóðbók - streymi 2021 App 1.490 kr.
spinner
Rafbók 2013 990 kr.
spinner
Kilja 2013 351 990 kr.
spinner

Um bókina

Bók fyrir þig?

1. Hún er um ungar konur. Dálítið klikkaðar. Með tonn af skoðunum. Að sjálfsögðu eru þær líka í tómu veseni. Annars væri ekkert að frétta. En þær eru klárlega að fara eitthvað … þótt þær viti ekki alveg hvert.

2. Íslensk stefnumótamenning, brasilískt vax, broddar á karlmannsbringu, óþolandi tengdamamma, kynjakvótar og skemmtistaðasleikur koma við sögu. Líka karlar sem meika ekki klárar konur.

3. Og já. Kannski mikilvægast. Allt í bókinni hefur gerst á Íslandi á síðustu misserum. Í alvöru. Sumt er aðeins ýkt. Annað ekki. Sumt er fáránlegt og annað er bara fyndið.

Björg Magnúsdóttir hefur skrifað pistla á mbl.is og Pressuna. Ekki þessi týpa er fyrsta skáldsaga hennar.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 43 mínútur að lengd. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les.

„Ekki þessi týpa er skemmtileg lesning, lipurlega skrifuð og nær býsna fljótt taki á lesandanum. Fín frumraun, kærkomin viðbót í skvísubókaflóruna og svo má ráða af endinum að framhalds gæti verið að vænta.“
Anna Lilja Þórisdóttir/Morgunblaðið

„Hressileg og drepfyndin skvísusaga. Velheppnuð blanda af SATC og Girls með dassi af alíslenskum hallærisgangi.“
Friðrika Benónýsdóttir/Fréttablaðið

„Hressilega skrifuð og skemmtilega flippuð bók!“
Guðrún J. Halldórsdóttir /

„Sagan er lífleg og skemmtileg“
Þórarinn Þórarinsson / Fréttatíminn

„Ég er þessi týpa. Og allar hinar líka. Skemmtileg bók um fólk sem er óhuggulega líkt fólkinu í kringum mann og fólkinu sem það fer heim með.“
Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona

„Þetta er bók sem þú lest ekki á almannafæri nema þú nennir spurningunni Hvað er svona fyndið? á tveggja mínútna fresti.“
Lára Björg Björnsdóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu og rithöfundur

Ég varð ólýsanlega feginn þegar ég þekkti ekki sjálfan mig í allra vandræðalegustu senunum. Þar með gat ég skellihlegið áhyggjulaus að öllum sögunum, sem ég veit að eru nánast allar sannar – upp að vissu marki.
Stígur Helgason, blaðamaður á Fréttablaðinu

„Ekki þessi týpa er óendanlega skemmtileg lesning. Björg er þvílíkur húmoristi og fangar heim ungra íslenskra kvenna af svo mikilli snilld að maður skellir upp úr hvað eftir annað!
Unnur Eggerts, söng- og leikkona

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning