Drepsvart hraun
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 297 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 3.990 kr. |
Drepsvart hraun
3.690 kr. – 3.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 297 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 3.990 kr. |
Um bókina
Drepsvart hraun er fimlega fléttuð og hressandi spennusaga um ókannaðar lendur og óhugnanlegar fyrirætlanir. Áður eru komnar út þrjár bækur um sömu persónur, Helköld sól, Blóðrauður sjór og Náhvít jörð.
Þegar Áróra fær þær fréttir að ókunnugt barn segist vera systir hennar endurfædd bregður henni illa þótt staðhæfingin sé fráleit. Hún hefur leitað systur sinnar án árangurs í þrjú ár en nú virðist þetta litla barn búa yfir nýrri vitneskju. Sama dag kemur lögreglumaðurinn Daníel heim og finnur kveðjubréf frá leigjanda sínum, dragdrottningunni Lady Gúgúlú, sem kveðst þurfa að fara úr landi í skyndi. Þetta hljómar einkennilega – og þegar ógnandi menn birtast í leit að drottningunni verður ljóst að eitthvað verulega undarlegt er á seyði.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 19 mínútur að lengd. Elín Gunnarsdóttir les.
Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:
3 umsagnir um Drepsvart hraun
embla –
„Skemmtileg og leikandi glæpasaga sem daðrar bæði við vísindaskáldskap og James Bond.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
embla –
„Æsispennandi og skemmtileg saga sem heldur lesandanum í gíslingu. Höfundur dansar fína línu á milli raunveruleikans, vísindaskáldskapar og spennusögu.“
Umsögn dómnefndar Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
embla –
„Textinn rennur vel hjá Lilju sem fyrr, samtölin eru eðlileg, sagan skemmtileg og botn fæst í nokkur atriði, en ýmsu er haldið opnu og því má reikna með enn einni sjálfstæðu framhaldsbókinni.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið