Doddi: Bók sannleikans!
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 160 | 1.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 999 kr. |
Doddi: Bók sannleikans!
999 kr. – 1.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 160 | 1.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 999 kr. |
Um bókina
Doddi – Bók sannleikans! er hressandi, spennandi og sjúklega fyndin unglingabók eftir verðlaunahöfundana Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Elín Elísabet Einarsdóttir myndskreytti.
Til lesenda þessarar bókar:
Það er flókið að finna almennilegar unglingabækur. Sumar eru of þykkar en aðrar of ævintýralegar eða gerast í fornöld. Þessi bók er ALLS EKKI þannig. Hún fjallar um líf mitt.
Ég er fjórtán ára og á mér aðallega tvö áhugamál; skordýr og kvenfólk. Besti vinur minn Pawel á sér líka tvö áhugamál; Evrópusambandið og stærðfræði (ég veit!). Í þessari bók er sagt frá ýmsum æsandi viðburðum úr lífi mínu, við sögu koma meðal annars sólarlandaferð, hrekkjavökupartý, skordýr og þúsundfætlur, Tindertilraunir mömmu minnar, ólögleg viðskipti við glæpakvendi og fegursta stúlka Íslands.
– Doddi (tilvonandi heimsfrægur skordýrafræðingur).