Dimmar rósir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2008 | 2.065 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2008 | 2.065 kr. |
Um bókina
Ólafur Gunnarsson er einn okkar helstu rithöfunda. Hann dregur upp lifandi og litsterka mynd af sögutíma og persónum og er ósmeykur við að velta upp þeim stóru siðferðilegu spurningum sem spurt er í alvöru skáldskap.
Sviðið í Dimmum rósum er Reykjavík á árunum 1969 til 1971. Þetta eru ár átaka milli gamla tímans og hins nýja, ár menningarbyltingar og hugmyndabaráttu; árin þegar Kinks og Led Zeppelin halda tónleika á Íslandi, æskan sér framtíðina ýmist í hillingum eða vímu og eldri bæjarbúar vita ekki hvaða á þá stendur veðrið.
Persónurnar eru sóttar í tvær litríkar fjölskyldur og þær eru af öllum stærðum og gerðum; frá uppreisnargjörnu unglingsstúlkunni til góðgjarna guðfræðinemans, frá síðhærða trommuleikaranum til ofurbjartsýna athafnamannsins, frá uppburðarlitla endurskoðandanum til leikkonunnar sem aldrei stígur af sviðinu. Þetta er stórbrotin og áhrifarík skáldsaga sem fléttar örlög fjölskyldna saman með óvæntum hætti – saga sem lætur engan ósnortinn.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 19 mínútur að lengd. Daníel Ágúst Haraldsson les.
4 umsagnir um Dimmar rósir
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson er stórkostleg bók. Hreint mögnuð saga sem greip mig frá fyrstu síðu og hélt mér til síðustu setningar … Það er hvergi veikan blett að finna. Þeirra sem fá Ólaf í pakkann bíður sannkallað eðalkonfekt. Frábær bók – sú besta sem ég hef lesið á árinu!“
Grímur Atlason / http://www.eyjan.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta er bara rokk og ról … mikil músík í þessari sögu og mikill kraftur alltaf í stílnum … það gerist eitthvað á hverri síðu og maður getur ekki beðið eftir að halda áfram … ofboðslega vel gert … skemmtilegur … Dimmar rósir rokka!“
Gerður Kristný / Mannamál
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„[Persónurnar] eru líflegar og trúverðugar og sagan er knúin áfram af sérlega lifandi samtölum og spennandi atburðarás … Sagan er mjög dramatísk og svo myndræn að það liggur beint við að kvikmynda hana sem fyrst. Hér stendur manneskjan andspænis guði og tilviljanakenndum örlögum og fengist er við spurningar um frelsi, fyrirgefningu, hefnd og réttlæti. Þótt það sé dimmt yfir sögunni á köflum og atburðarásin skuggaleg er hún glitrandi af hárfínum húmor, djúpri samkennd og mannúð.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„[Ólafi] tekst sérstaklega vel upp í persónusköpun. … Hönnun atburðarásarinnar … er einnig greinilega unnin af sérfræðingi í sagnamennsku. Driftin í frásögninni er svo áreynslulaus og um leið svo þróttmikil að manni getur jafnvel stundum fundist þetta vera of auðvelt. … Listin felst því mjög í samsetningunni og það er ekki aðeins í upplýsingaskömmtun um persónur sem Ólafi tekst sérstaklega vel upp heldur einnig í byggingu og tengingu einstakra kafla. … Þannig fléttar Ólafur þykkan sögukaðal sem togar hvern sem er til enda.“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá