Dauðinn á opnu húsi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 377 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 377 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. |
Um bókina
Dauðinn á opnu húsi er fyrsta sagan í bókaflokknum um Österlen-morðin eftir sænska tvíeykið Anders de la Motte og Måns Nilsson. De la Motte er fyrrverandi lögreglumaður og einn ástsælasti glæpasagnahöfundur Svía og Nilsson er handritshöfundur, grínisti og barnabókahöfundur.
Þegar Jessie Anderson, fasteignasali og áhrifavaldur, finnst myrt á opnu húsi er hinn ferkantaði rannsóknarlögreglumaður Peter Vinston frá Stokkhólmi fenginn til að rannsaka morðið. Honum til aðstoðar er Tove Esping, óreynd en metnaðarfull sveitalögga, sem er staðráðin í að láta Vinston ekki valta yfir sig. En þrátt fyrir árekstra bindast þau smám saman vináttuböndum í leit sinni að sannleikanum. Í einhverju fallegu húsanna í ljúfri sveitasælunni á Skáni leynist kaldrifjaður morðingi. Spurningin er bara: Hver er það?
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 40 mínútur að lengd. Hinkrik Ólafsson les.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
1 umsögn um Dauðinn á opnu húsi
embla –
„Dauðinn á opnu húsi er skemmtileg blanda húmors og alvarleika, „kósíkrimmi“ af betri gerðinni.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið