Dalalíf II – Alvara og sorgir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 464 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Geisladiskur | 2012 | Mp3 | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 1.990 kr. |
Dalalíf II – Alvara og sorgir
990 kr. – 3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 464 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Geisladiskur | 2012 | Mp3 | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 1.990 kr. |
Um bókina
„Það er ekki svo langt lífið að maður þurfi að neita sér um það sem maður þráir mest.“
Þetta sagði Jón á Nautaflötum við æskuunnustuna Þóru í Hvammi undir lok fyrsta bindis Dalalífs. Þó að hann sé kvæntur annarri konu finnst honum ekki að hann þurfi að neita sér um lífsins lystisemdir. Til að verjast ásókn Jóns ræður Þóra til sín dugandi vinnumann og sveitin logar af sögum.
Dalalíf Guðrúnar frá Lundi heillar enn, sjötíu árum eftir að sagnabálkurinn hóf göngu sína. Myndin sem höfundur dregur upp af ólíkum lífskjörum og ólíkum hjónaböndum í öðru bindi er skýr og áhrifamikil. Guðrún sendi frá sér sextán skáldsögur alls, sumar í mörgum bindum, og var áratugum saman einn alvinsælasti höfundur landsins.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 16 klukkustundir og 55 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.