Dagur – listaverkabók
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2003 | 3.640 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2003 | 3.640 kr. |
Um bókina
Dagur - Hlutabréf í sólarlaginu er lokabindi trílógíu um listamenn sem tilheyra ákveðnum kima íslenskrar menningar. Hinar tvær eru Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir, 1940-1996) og Megas (Magnús Þór Jónsson, f. 1945). Allar eru bækurnar jafnframt útvíkkaðar sýningarskrár fyrir yfirgripsmiklar sýningar á verkum listamannanna.
Dagur Sigurðarson "kaus sér ungur það hlutskipti að vera áberandi og því fylgir nokkur ábyrgð svo notuð séu hans eigin orð. Hann kallaði sig Græningja Grænjaxls og lá hátt rómur á kaffihúsum borgarinnar. Hann var allt í senn kóngur eða betlari, aristókrati og götustrákur og auðvitað sólskinsfífl, já umfram allt sólskinsfífl."
Í bókinni bókinni er Dagur sýndur frá fjölmörgum hliðum, hann er skáldið og myndlistarmaðurinn en líka fyllibytta og pabbastrákur, þýðandi, spekingur, ástmaður og raunar sitthvað fleira.