Dægradvöl

Útgefandi: Forlagið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 444 2.290 kr.
spinner

Dægradvöl

Útgefandi : Forlagið

2.290 kr.

Dægradvöl
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 444 2.290 kr.
spinner

Um bókina

„Ég er 64 þumlungar á hæð, vel vaxinn og kviklegur, en sjaldan held ég mönnum hafi greint meir á en um mig, hvort ég væri „laglegur“ eða „ólaglegur“. Sumir hafa fengið óbeit á mér, einungis af að sjá mig, en margir hafa getað fellt sig við mig þegar þeir kynntust mér betur ...“

Dægradvöl Benedikts Gröndal er ein rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta og hefur nú verið endurútgefin í kilju. Hún er skrifuð á seinustu áratugum 19. aldar þegar höfundurinn var tekinn að reskjast og kom ekki út fyrr en löngu eftir hans dag.

Í bókinni birtist okkur þúsundþjalasmiður og skáld, viðkvæmur maður en hreinskiptinn, opinskár um líðan sína og hagi, oft fyndinn og fjörugur en stundum innilega fúll – ævinlega sjálfum sér líkur. Verkið hefur einnig að geyma margar frábærar mannlýsingar, bæði af ýmsum frægustu persónum aldarinnar og óþekktu alþýðufólki, og dregur upp einstaka mynd af íslensku samfélagi 19. aldar.

Umsjón með útgáfunni hafði Guðmundur Andri Thorsson.

*****
„Benedikt Gröndal er af mörgum ástæðum einhver mest heillandi persónuleiki íslenskrar bókmenntasögu og í Dægradvöl, sjálfsævisögu hans sem nú er nýútkomin í kiljuútgáfu, fá lesendur tækifæri til að kynnast honum sjálfum, samferðamönnum hans og þeim tímum sem hann lifði ... Í bókinn kynnumst við einstökum sögumanni sem hlífir engum og síst sjálfum sér, hann birtir okkur horfna tíma í vægðarlausu ljósi og síðast en ekki síst er hann frábær rithöfundur, hann kemur á óvart á hverri síðu og það er sama hvar gripið er niður, alltaf er stíllinn ferskur, lifandi og óvæntur. Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og ritfimasta höfundar íslenskrar bókmenntasögu.“
Jón Yngvi Jóhannsson /

Textinn er innblásinn, andríkur og meinfyndinn, með neðanmálsgreinum, útstrikunum og innskotum, hann flæðir viðstöðulaust fram og mörgu ægir saman: minningum, skáldskaparpælingum, samfélagsgagnrýni, mannlýsingum og vonbrigðarausi; og allt á gullaldarmáli. ... Í Dægradvöl birtist ráðvilltur og vanmetinn snillingur, viðkvæmur sveimhugi og ídealisti í fjandsamlegu og þröngsýnu samfélagi sem einkennist af stéttaskiptingu, klíkuskap og kjaftagangi ... hann fegrar ekki mynd sína heldur leyfir sér alltaf að vera hann sjálfur, fúllyndur en fyndinn karl sem á endanum hætti að vonast eftir langþráðri viðurkenningu og grúfði sig yfir hugðarefni sín í litlum kofa út við sjó.
Steinnunn Inga Óttarsdóttir /

„Skemmtilegasta og frumlegasta íslenska sjálfsævisagan. Litrík og kjarnyrt frásögn sem kemur manni í gott skap í hvert sinn sem maður les hana.“
Guðjón Friðriksson

„Dýrð ævisögunnar felst í hispursleysi Gröndals,játningum hans um fögnuð og fegurð lífs, ama hansog önuglyndi; víðáttu heimssýnar hins klassíska fjölfræðings,lifandi tungutaki nítjándu aldar sem hérer opin bók: sígilt rit um mann og samtíma hans.“
Páll Baldvin Baldvinsson

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning