Claessen – saga fjármálamanns
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 399 | 4.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Claessen – saga fjármálamanns
990 kr. – 4.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 399 | 4.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Eggert Claessen (1877–1950) var einhver mesti áhrifamaður á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var náinn samstarfsmaður og ráðgjafi frænda síns Hannesar Hafstein og mágs síns Jóns Þorlákssonar, viðskiptafélagi Thors Jensen og Sturlubræðra, og lögfræðingur Einars Benediktssonar. Hann var einn helsti frumkvöðull Eimskipafélagsins, tók þátt í hinu sögufræga Milljónarfélagi og var lykilmaður í fossafélaginu Titan. Þá var hann bankastjóri Íslandsbanka eldri í tæpan áratug. Sem framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins var hann andlit atvinnurekenda um árabil. Eggert var mikils metinn af samverkamönnum fyrir greind og dugnað en andstæðingar hans sáu hann sem „fjandmann fólksins“ og „höfuðpaur auðvaldsins“.
Sagan sem sögð er í þessari bók byggist á umfangsmikilli rannsókn áður óþekktra frumheimilda um störf hans og litríka ævi þar sem skiptast á skin og skúrir, gleði og harmar, hamingja og mótlæti. Öllum steinum í sögu Eggerts er velt við og margt nýtt og óvænt leitt í ljós um hann og samtíð hans.
3 umsagnir um Claessen – saga fjármálamanns
Árni Þór –
„Hér er á ferð vel unnin rannsókn á lífi áhugaverðs og stórbrotins manns en jafnframt merk heimild um sögu Íslands á fyrri helmingi tuttugustu aldar.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Þetta er prýðilega stíluð bók, frásögnin flýtur áreynslulaust … málsniðið er laust við allan fræðilegan rembing … Áhugamenn um upphaf nútímastjórnmála og -atvinnulífs í landinu ættu ekki að láta þessa bók fljóta framhjá sér.“
Sölvi Sveinsson / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Bókin Claessen – saga fjármálamanns er afhjúpandi. Hún galopnar inn í kjör auðstéttarinnar á Íslandi á fyrsta þriðjungi síðustu aldar … Þetta er þörf bók og nauðsynleg … Eggert er kappi, eldklár og afreksmaður, duglegur og einbeittur.“
Svavar Gestsson / svavar.is