Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Camille
Útgefandi: JPV
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 360 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 360 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 490 kr. |
Um bókina
Camille er lokabindi þríleiksins um smávaxna lögreglumanninn Camille Verhoeven sem tókst á við hrollvekjandi glæpi í bókunum Irène og Alex.
Ástkona hans, Anne, gengur fram á glæpamenn að fremja rán í miðborg Parísar. Þeir misþyrma henni hrottalega og skilja eftir í blóðpolli nær dauða en lífi. En hún er lánsöm og lifir af – og ólánsöm, því að hún sá andlit annars ofbeldismannsins. Camille veit að það ríður á öllu að hann finni manninn áður en maðurinn finnur Anne …
Pierre Lemaitre er einn vinsælasti spennusagnahöfundur Frakka. Hann er margverðlaunaður, hlaut meðal annars hin virtu Goncourt-bókmenntaverðlaun 2013 og glæpasagnaverðlaunin Alþjóðlega rýtinginn fyrir Alex 2013 og fyrir Camille 2015.
Friðrik Rafnsson þýddi.
3 umsagnir um Camille
Árni Þór –
„Styrkur Pierre Lemaitre felst ekki síst í því hve auðveldlega hann byggir upp spennu og hún er nánast áþreifanleg frá fyrstu síðu til lokasetningar. Að auki er Camille einn frumlegasti og áhugaverðasti spæjari síðari tíma. Það verður enginn svikinn af þessari …“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Franski stíllinn er skemmtilega frábrugðinn þeim norræna. Hraður, hrottafenginn og blátt áfram. Lemaitre skapar … einkar áhugaverða persónu í flokki sínum og lokar hér hringnum í einni af bestu spennusögum seinni ára.“
Björgvin G. Sigurðsson / Pressan
Árni Þór –
„Fátt annað er hægt að segja en vá … Uppbygging sögunnar er snilldarlega gerð. Spennan er nánast stöðug frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu og þrátt fyrir djöfulgang og hrottaskap er kímnin og hæðnin aldrei langt undan. … Snilld.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið