[buzz]
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 438 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 438 | 3.100 kr. |
Um bókina
Velkomin aftur!
Henrik Pettersson, HP, er á flótta og fer huldu höfði í Dubai. Fjórtán mánuðir eru liðnir síðan hann dróst inn í „Leikinn“ sem næstum kostaði hann lífið. Rebecca systir hans er í Súdan og stýrir lífvarðasveit fyrir sænskan ráðherra. Brátt lenda þau bæði í ógnþrungnum aðstæðum og eru tilneydd að snúa aftur til Svíþjóðar þar sem leiðir þeirra liggja saman á ný. Er Leikurinn virkilega búinn? Hverjum má eiginlega treysta? Er hægt að forðast hættu sem er ekki endilega raunveruleg?
[buzz] er framhald metsölubókarinnar [geim] sem hlaut nýliðaverðlaun Sænsku glæpasagnaakademíunnar 2010 og kom út á íslensku 2013. Þetta eru kraftmiklar og frumlegar spennusögur sem slegið hafa í gegn víða um lönd.
Jón Daníelsson þýddi.
„Hressileg, spennandi og skemmtileg saga sem gefur ferska innsýn í heim snjallsímakynslóðarinnar.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið (um [geim])
„Anders de la Motte dregur lesendur inn í óþægilega trúverðuga sögu jafnframt því að bjóða upp á brjálæðislega skemmtilega lesningu.“
Skånska Dagbladet