[bubble]
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 470 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 470 | 3.390 kr. |
Um bókina
Henrik Pettersson, HP, reynir að losa sig úr járngreipum Leiksins sem hann flæktist inn í fyrir tilviljun – eða var það kannski alls ekki tilviljun? Rebecca systir hans er farin að vinna að öryggismálum hjá alþjóðlega fyrirtækinu PayTag en þegar hún kemst á snoðir um bankahólf sem hún er skráð fyrir leitar hún aðstoðar hjá hinum dularfulla Tage Sammer. Er hann gamall vinur föður þeirra – eða í rauninni stjórnandi Leiksins, eins og HP heldur fram?
Hverjir eru vinir og hverjir óvinir?
Hver er að spila með hvern?
[bubble] er framhald spennubókanna [geim] og [buzz] en þetta er kraftmikill og frumlegur þríleikur á máli tölvuleikjakynslóðarinnar. Anders de la Motte hlaut nýliðaverðlaun Sænsku glæpasagnaakademíunnar 2010 fyrir [geim] og bækurnar hafa slegið í gegn víða um lönd. Jón Daníelsson þýddi.
2 umsagnir um [bubble]
Kristrún Heiða Hauksdóttir (staðfestur eigandi) –
„… frásögnin stefnir á ógnarhraða að afar óvæntum endalokum …“
Publishers Weekly
Kristrún Heiða Hauksdóttir (staðfestur eigandi) –
„Engum er hægt að treysta, ekkert er öruggt. Þetta er sú sýn, sem höfundur varpar ljósi á í vel skrifaðri glæpasögu, þar sem spennan er mikil og endalokin óvænt.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið