Brandarar handa byssumönnunum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 147 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Brandarar handa byssumönnunum
990 kr. – 3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 147 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Um bókina
Brandarar handa byssumönnunum geymir fjórtán smásögur sem eru lauslega tengdar innbyrðis. Margar þeirra fjalla um börn eða eru sagðar frá sjónarhorni barns og umhverfið er á stundum stríðshrjáð borg – umfjöllunarefnið oft fólk sem lifir við ógn og viðbrögð þess við óvenjulegum aðstæðum. Sögurnar eru í senn fyndnar og óhugnanlegar, fátt er sem sýnist og ímyndun og veruleiki renna saman.
Höfundurinn, Mazen Maarouf, er palestínskur að uppruna, fæddur í Beirút 1978. Hann lærði efnafræði í háskóla en hefur undanfarinn áratug helgað sig skáldskap, blaðamennsku og þýðingum. Hann kom hingað til lands árið 2011 og hlaut síðar íslenskan ríkisborgararétt en hafði áður stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann hefur sent frá sér bæði ljóð og smásögur og fyrir þessa bók fékk hann Al-Multaqa verðlaunin, sem veitt eru fyrir smásögur á arabísku.
Brandarar handa byssumönnunum er tilnefnd til alþjóðlegu Man-Booker verðlaunanna 2019.
Uggi Jónsson þýddi.
7 umsagnir um Brandarar handa byssumönnunum
Arnar –
„Heildstætt og áhrifaríkt verk sem vekur lesandann til umhugsunar um líf almennings við stríðsátök.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Arnar –
„Heillandi smásögur sem lýsa baráttu mannsandans til að lifa við óbærilegan veruleika.“
Fréttablaðið
Elín Pálsdóttir –
„Lítil, kraftmikil og uppfull af sprengikrafti – Brandarar handa byssumönnunum er frumraun í líki byssukúlu. Maarouf notar gjarnan sjónarhorn barnsins […] og fangar þannig afbakaðan raunveruleika lífs á stríðshrjáðum svæðum […] Smásagnasafnið sýnir hvað verður um orðin og líf fólks þegar stríð sviptir þau frelsi sínu – þegar sakleysi brandara er snúið á hvolf og verður gjalmiðill sem getur skilið á milli lífs og dauða.“
The Spectator
Elín Pálsdóttir –
„Staðlausar borgir Maaroufs gegna sama hlutverki og staðir í mörgum skáldsögum Mohsin Hamid: lesandinn getur ímyndað sér þessa dimmu og ofbeldisfullu borgir sem San Salvador eða Sana’a, sem Ciudad Juárez eða Bangui … Sögur Maaroufs eru ákaflega undarlegar, stöku sinnum hjartnæmar og oft mjög fyndnar.“
The Guardian
Elín Pálsdóttir –
„Kjarnyrt og sérlega taktföst frásögn. Sögumenn eru aðallega börn flækt í stríðsátökum sem beita ímyndunaraflinu, húmor og útúrsnúningum sem andspyrnuafli.“
Le Monde
Elín Pálsdóttir –
„Óþægilega góð.“
The Sunday Times
Elín Pálsdóttir –
„Sögur Mazens Maarouf í Brandarar handa byssumönnunum eru öflug áminning um að aðeins með hjálp ímyndunaraflsins getum við vonast til að grimm merkingarleysa veruleikans fái merkingu.“
Sjón