Börnin baka
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 128 | 4.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 128 | 4.790 kr. |
Um bókina
Bókin Börnin baka inniheldur einfaldar og barnvænar uppskriftir. Bókinni er skipt upp í fimm kafla: Muffins og bollakökur, Kökur, Brauðmeti, Smákökur og gotterí og síðast en ekki síst Ís og drykki. Uppskriftirnar eru að mestu tengdar bakstri en í bókinni er einnig að finna uppskriftir að einföldu góðgæti sem ekki felur í sér bakstur. Í bókinni eru gefin góð ráð fyrir bakstur sem gott er að tileinka sér áður en hafist er handa í eldhúsinu ásamt því sem leiðbeiningamyndir eru við flóknari uppskriftir. Markmið með bókinni er að fá börn til þess að æfa sig í að baka og öðlast sjálfstæði í eldhúsinu um leið og þau töfra fram ljúffenga rétti fyrir fjölskyldu og vini. Flest börn sem kunna að lesa, þekkja aðeins til í eldhúsinu sínu, og kunna á þau tæki og tól sem þar er að finna, ættu að ráða við uppskriftirnar í þessari bók. Önnur gætu þurft smávægilega aðstoð og síðan eru þetta allt saman góðar uppskriftir fyrir mömmur og pabba líka.
Berglind Hreiðarsdóttir er höfundur bókarinnar ásamt dóttur sinni, Elínu Heiðu Hermannsdóttur og er því um samstarfsverkefni þeirra mæðgna að ræða. Berglind heldur úti matar- og ævintýrablogginu www.gotteri.is en þar er að finna ýmsar uppskriftir, veisluhugmyndir, umfjallanir og fleira áhugavert.