Bók þessi heitir Edda
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 329 | 5.090 kr. |
Bók þessi heitir Edda
5.090 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 329 | 5.090 kr. |
Um bókina
Í Bók þessi heitir Edda greinir frá rannsóknum höfundar á eðli og einkennum þeirrar gerðar Snorra-Eddu sem varðveitt er í handritinu DG 11 4to í háskólabókasafninu í Uppsölum. Handritið er talið skrifað á fyrsta fjórðungi 14. aldar og flestir fræðimenn hafa hingað til metið það sem handahófskennda styttingu þeirrar gerðar sem varðviett er í öðrum miðaldahandritum verksins, Konungsbók (R), Wormsbók (W) og Trektarbók (T). Rannsóknir Heimis Pálssonar benda hins vegar til þess að texti Uppsalagerðar eigi sér aðrar rætur en texti RWT-gerðarinnar og sú mynd verksins sem birtist í Uppsalahandritinu sé endurskoðuð út frá tilteknum kennsluaðferðum og kennslufræði. Jafnframt er sett fram tilgáta um sjálft handritið sem minnisvarða um höfundinn, Snorra Sturluson.