Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Bjarg
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 111 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 111 | 3.100 kr. |
Um bókina
Ljóðaflokkurinn Bjarg er um blokk og fólkið sem í henni býr. Yfirleitt þykja blokkir á Íslandi ekki kjörlendi ljóða en þessi bók afsannar það. Blokkin er á höfuðborgarsvæðinu, hún er átta hæða, með sex íbúðum á hverri hæð. Fangað er eitt afdrifaríkt andartak í lífi blokkarinnar, litið við í öllum hugskotum og ferðast upp eftir stigagöngunum uns komið er á efstu hæð.
Þá höfum við kynnst ástföngnu fólki og afbrýðisömu, tónelsku, beisku, uppstökku, draumlyndu og drykkfelldu. Allan tímann er einn íbúinn á leiðinni niður en aðeins fáir taka eftir honum, aðrir eiga nóg með sitt.
6 umsagnir um Bjarg
Bjarni Guðmarsson –
„Blokkin virkar ágætlega sem umgjörð um fólkið í ljóðunum og nærvera eina íbúans sem er á niðurleið hnýtir hana saman. … Mér finnst Bjarg vinna á við áframhaldandi lestur, þar á meðal ljóðin sem gripu ekki jafn auðveldlega og önnur, en ég hef enn jafn gaman af því sem var uppáhaldsljóðið mitt eftir fyrsta lestur, um manninn í 1f.“
Kristín Svava Tómasdóttir / Druslubækur og doðrantar
Bjarni Guðmarsson –
„… heilsteypt og vel heppnuð ljóðabók.“
Ingi Björn Guðnason / Víðsjá
Bjarni Guðmarsson –
„Ég hef áður lýst hrifningu minni á skrifum Sigurlínar Bjarneyjar, og Bjarg gerir ekkert annað en að staðfesta að þarna er komin skáldkona sem full ástæða er að fylgjast með.“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is
Bjarni Guðmarsson –
„Þessi ljóðabók er þeirrar náttúru að vera skemmtileg og grípandi við fyrsta lestur en fela jafnframt í sér margar litlar sögur, vísanir og myndir sem koma kvörnunum af stað, svo hægt er að eyða löngum stundum í að lesa hana aftur og grufla yfir einstaka atriðum … ég held bara, svei mér þá, að Sigurlín Bjarney sé eitt af skemmtilegustu skáldunum um þessar mundir.“
Auður Aðalsteinsdóttir / Spássía
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er flott bók, skemmtilegur þverskurður af þjóðfélaginu og margir minnisstæðir karakterar.“
Þröstur Helgason / Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er markviss bók, það er falleg hrynjandi í henni og hún segir mjög stóra sögu og vísar langt út fyrir sig. Og eins og oft er með góðar ljóðabækur þá batnar hún við hvern lestur. Verður skemmtilegri.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan