Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja
Útgefandi: Mál og menning
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 2.990 kr. | |||
Innbundin | 2021 | 232 | 4.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 2.690 kr. |
Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja
Útgefandi : Mál og menning
2.690 kr. – 4.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 2.990 kr. | |||
Innbundin | 2021 | 232 | 4.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 2.690 kr. |
Um bókina
Alexander Daníel Hermann Dawidsson er með ADHD en það er allt í lagi – nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum. Áhrifamikil bók eftir Gunnar Helgason, einn ástsælasta barnabókahöfund landsins.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 36 mínútur að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
4 umsagnir um Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja
embla –
„Bannað að eyðileggja er bók sem fjallar um alvarleg málefni sem sagt er frá á hispurslausan hátt með stórum skammti af húmor og æðruleysi. Á sama tíma er borin virðing fyrir viðfangsefninu, í textanum er ógrynni af hlýju, næmni og kímni. Því þótt viðfangsefnin séu alvarleg þá er aldrei langt í grínið og glensið.“
Katrín Lilja / Lestrarklefinn
embla –
„Skemmtileg bók um fótbolta, fjölmenningu og taugaröskun sem enginn nema Gunni Helga hefði getað skrifað.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
embla –
„Þetta er frábær bók! … Þessi bók fær 5 stjörnur frá mér.“
Árni Matthíasson / Síðdegisþátturinn
embla –
„Sagan er afskaplega falleg og felldi rýnir meira að segja nokkur tár við lesturinn. Bókin er nútímaleg og höfðar eflaust til barna á breiðum aldri, og jafnvel fullorðinna. Hér er um að ræða kjörið eintak fyrir foreldra til þess að lesa með börnunum sínum, já eða bara í sitt hvoru horni.“
Ragnhildur Þrastardóttir / Morgunblaðið