Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 192 3.190 kr.
spinner

Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur

Útgefandi : MM

3.190 kr.

Átta gönguleiðir eftir Einar Skúlason
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 192 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Það eru forréttindi Íslendinga að þurfa sjaldnast að fara langar leiðir til að komast á ósnortið land. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga til dæmis völ á fjölmörgum einstæðum náttúruperlum og fögrum gönguleiðum svo að segja í bakgarði sínum.

Í bókinni Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur er vísað til vegar um átta slíkar leiðir. Farið er um fjöll og dali, yfir úfin hraun, jarðhitasvæði og gróðurvinjar. Gömlum þjóðleiðum er fylgt og staldrað við á slóðum fornkappa og hvunndagshetja. Á tímum hraða og streitu er sannarlega gott að eiga skjól í friðsælli og fjölbreyttri náttúru.

Einar Skúlason er BA í stjórnmálafræði, MBA og framkvæmdastjóri. Hann hefur verið áhugamaður um sögutengda útivist um langt skeið og stofnaði vinsælan gönguhóp, Vesen og vergang, fyrir nokkrum árum. Einar hefur leitt félaga úr hópnum um ýmsar slóðir, m.a. þær sem lýst er í bókinni.

Tengdar bækur