Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ástarsaga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 156 | 5.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 156 | 5.090 kr. |
Um bókina
Ástarsaga fjallar um unga Reykjavíkurstúlku og franskan fréttaljósmyndara sem kynnast og verða ástfangin í aðdraganda fundar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða í Reykjavík haustið 1986, fundar sem átti eftir að breyta heimssögunni. Sagan gerist á fimm dögum í kringum fundinn og næstu fimm ár á eftir, þar sem allt var smám sama til lykta leitt og veröldin losuð úr viðjum.
Steinunn Ásmundsdóttir er fædd 1966, rithöfundur, ljóðskáld og blaðamaður, búsett í Reykjavík. Ástarsaga er áttunda bókin sem hún sendir frá sér, en áður hafa komið út eftir hana sex ljóðabækur og sannsagan Manneskjusaga (2018) sem hlaut lofsamlega dóma.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar