Artemis Fowl – Samsærið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2002 | 990 kr. | |||
Mjúk spjöld | 2003 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2002 | 990 kr. | |||
Mjúk spjöld | 2003 | 990 kr. |
Um bókina
Önnur bókin um hinn bráðsnjalla glæpamann Artemis Fowl en fyrsta bókin um hann kom út á íslensku á síðasta ári og naut mikilla vinsælda.
Artemis á við vandamál að stríða. Mannræningjar halda föður hans í gíslingu og ekkert nema kraftaverk virðist geta bjargað honum. Kannski dugir snilligáfa Artemis ekki til að þessu sinni; kannski þarf hann á hjálp að halda.
Bækurnar um Artemis Fowl eru eftir Írann Eoin Colfer sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir bækur sínar, m.a. Bresku bókmenntaverðlaunin fyrir barnabækur á síðasta ári. Verið er að kvikmynda fyrstu söguna um Artemis Fowl en Miramax hreppti kvikmyndaréttinn. Ekki er ofmælt að bækurnar hafi farið sigurför um heiminn og notið vinsælda jafnt hjá börnum sem fullorðnum en því hefur verið haldið fram að bækurnar séu einskonar sambland af Harry Potter og James Bond.
Fyrsta bókin um Artemis Fowl var spennandi en þessi er enn magnaðri.
Guðni Kolbeinsson þýddi bókina.