Andvaka
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 72 | 3.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 72 | 3.290 kr. |
Um bókina
Andvaka er fyrsti hluti þríleiksins sem Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir haustið 2015. Þríleikurinn fjallar um ævi og örlög alþýðufólks í Noregi fyrr á tímum.
Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis.
Allt frá fyrstu bók sinni, skáldsögunni Rautt, svart árið 1983, hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn ─ samtals nær 40 bækur. Á síðasta ári kom sagan Morgunn og kvöld út hjá Dimmu, í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, en einnig hafa nokkur verk eftir Fosse verið sett á svið hérlendis, þ.á.m. var Sumardagur sýndur í Þjóðleikhúsinu 2006, unglingaleikritið Purpuri hjá leikhópnum Jelenu í Loftkastalanum sama ár.
Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.