Allt mitt líf er tilviljun
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 3.190 kr. |
Allt mitt líf er tilviljun
3.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 3.190 kr. |
Um bókina
Það er langur vegur frá verkamannabústöðum á Siglufirði eða saggafullum kjallara í Keflavík til þess að halda heimili í þremur heimsálfum og stunda milljarða viðskipti. En á þessari leið hefur Birkir Baldvinsson lent í ótrúlegum ævintýrum, jafnt á landi sem skýjum ofar.
Birkir varð ungur að árum lykilmaður í starfsemi Loftleiða á meginlandi Evrópu, honum tókst með þrjóskunnni að bjarga lífi 30 flugfarþega, átti í háskalegum flugvélaviðskiptum við ættarhöfðingja í Nígeríu, tókst að koma Krústsjov á sögufrægan fund hjá Sameinuðu þjóðunum, stöðvaði yfirgang Donalds Trump í New York, setti íslenskt samfélag í uppnám með því að ætla að kaupa hlutabréf sem ríkið ætlaði öðrum – svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessari makalausu bók segir Birkir Baldvinsson loksins sögu sína. Hann er einlægur og opinskár, hér stíga ótrúlegustu persónur fram og hvert ævintýrið rekur annað.
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar stórbrotna sögu Birkis – um sára fátækt, gríðarlega velgengni og óþrjótandi baráttuvilja.